kr2,250 ISK
Birta Fjallasápa
Birta sumarsápa er handgerð og framleidd í litlu upplagi í einu. Sápan inniheldur náttúrulegar olíur sem næra og mýkja húðina.
Hverri sápu er hellt í sérhannað mót og handpakkað þegar hún er tilbúin. Sápan inniheldur ilm sem unninn er út frá árstíðabundinni upplifun. Sápan inniheldur aðeins náttúruleg litarefni, þ.e. jökulleir sem dregur einnig í sig óhreinindi.
Birta táknar stöðuga birtu sumarsins. Ilmurinn er léttur, sætur og örlítið púðurkenndur. Hann vekur minningar úr bernsku um heyskap og saklausar sólkysstar kinnar. Ilmurinn samanstendur af hlýjum viðartónum, rafi og ferskum blómum.
Salvía / Lavender / Resinoid Peru
Raf / Patsjúlí / Moskus
Vanilla / Reykelsi / Sandalviður
Þyngd: 160 gr
Customer Reviews
Based on 1 review
Write a review